The Madonna of the Streets
Mary's Rosaries

Home Page

Contact Us

Make a Payment, Methods of Payment, Refund and Exchange Policies

Rosaries
subpages:

How to Pray the Rosary
subpages:

Pictures Main Page
subpages:

Curriculum
subpages:

Website Terms of Use

License Agreement

Sitemap


The Work of God's Children

Icelandic Rosary Prayers
This language is also known as Íslenska and Íslandi. This language is spoken by 230,000 people in Iceland.  It is also spoken in Canada.

See also The Work of God's Children page for the illustrated version of prayers in this language.

Signingin / Sign of the Cross / Signum Crucis
+ Í nafni Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda.
Amen.

Postuleg Trúarjátning / The Apostles' Creed / Credo
Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Og á Jesúm Krist, hans einkason,
Drottin vorn; sem getinn er af Heilögum Anda,
fæddur af Maríu mey;
leið undir valdi Pontíusar Pílatusar,
var krossfestur, dáinn og grafinn,
sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
sté upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á Heilagan Anda,
heilaga Kaþólska kirkju,
samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna,
upprisu holdsins
og eilíft líf.
Amen.

Faðir vor / Our Father / Pater Noster
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn;
komi þitt ríki;
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð;
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum;
og eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu. Amen.

Doxology

Thuiad thitt et Riiked, og Maatr, og Dyrd, in alld er allda.

Transcription

Fader vor thu som ert a Himnum.
 Helgest thitt Nasn.
 Tilkome thitt Riike.
 Verde thinn vilie, so a Jordu, sem a Himne.
 Gieff thu oss i dag vort daglegt braud.
 Og sfiergieff oss vorar Skulder, so sem vier fierergiefum vorum Skuldinautum.
 Og inleid oss ecke i Freistne,
 Heldr frelsa thu oss fra illu.  Amen.

Faðir vor / Our Father / Pater Noster
Faðir vor, þú sem er á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.  Amen.

Maríubæn / Heil sért þú María / Hail Mary / Ave Maria

Heil sért þú María,
full náðar.
Drottinn er með þér;
blessuð ert þú meðal kvenna;
og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús.
Heilaga María, Guðsmóðir,
bið þú fyrir oss syndugum mönnum,
nú og á dauðastundu vorri.
Amen.

Lofgerðarbæn / Glory Be / Gloria Patri

Dýrð sé Föðurnum
og Syninum og hinum Heilaga Anda.
Svo sem var í öndverðu,
er enn og verður ávallt
og um aldir alda.
Amen.


Fatíma bænin / Oh, My Jesus / Fatima Prayer
Ástkæri Jesús,
fyrirgef þú oss syndir vorar.
Forða oss frá logum heljar.
Leið allar sálir til himna,
sérstaklega þær sem þurfa mest á þér að halda.
Amen.

Heil Sért / Hail, Holy Queen / Salve Regina
Heil Sért þú, drottning, móðir miskunnarinnar,
lífs yndi og von vor, heil sért þú.
Til þín hrópum vér, útlæg börn Evu.
Til þín andvörpum vér, stynjandi og grátandi í þessum táradal.
Talsmaður vor, lít þú miskunnarríkum augum þínum til vor
og sýn þú oss, eftir þennan útlegðartíma, Jesú,
hinn blessaða ávöxt lífs þíns,
milda, ástríka og ljúfa María mey.
Bið þú fyrir oss, heilaga Guðsmóðir.
Svo að vér verðum makleg fyrirheita Krists.
Amen.

Leyndardómar Rósakransins / The Mysyeries of the Holy Rosary

Hinir fimm Fagnaðarríku Leyndardómar Rósakransins / The Joyful Mysteries

(Mánudagar og laugardagar)
1. Engillinn flytur Maríu fagnaðarboðskapinn
2. María heimsækir Elísabetu frænku sína
3. Jesús fæðist í fjárhúsi í Betlihem
4. Jesús er færður Drottni í Musterinu
5. Jesús er fundinn aftur í Musterinu



Hinir fimm Skæru Leyndardómar Rósakransins /
The Luminous Mysteries

(Fimmtudagar)

1. Jesús er skírður í ánni Jórdan
2. Jesús opinberar dýrð sína í brúðkaupinu í Kana
3. Jesús tilkynnir að Guðsríki sé í nánd og kallar til iðrunar
4. Ummyndun Jesú á Tabor fjalli
5. Jesús stofnar altarissakramentið

Hinir fimm kvalarfullu Leyndardómar Rósakransins /
 The Sorrowful Mysteries

(Þriðjudagar og föstudagar)

1. Jesús sveittist blóði í Grasagarðinum
2. Jesús er húðstrýktur
3. Jesús er þyrnikrýndur
4. Jesús ber hinn þunga kross
5. Jesús deyr á krossinum

Hinir fimm dýrlegu Leyndardómar Rósakransins /
The Glorious Mysteries

(Miðvikudagar og sunnudagar)

1. Jesús rís upp frá dauðum
2. Jesús stígur upp til himna
3. Jesús sendir Heilagan Anda
4. María er uppnumin til himna
5. María er krýnd Drottning á himnum

How To Pray the Rosary

  1. Signingin

  2. Postuleg Trúarjátning

  3. Faðir vor

  4. Þrjár Maríubænir

  5. Lofgerðarbæn

  6. Fyrsti Leyndardómurinn lesinn og beðið Faðir vor

  7. 10 Maríubænir og Leyndardómurinn hugleiddur

  8. Lofgerðarbæn

  9. Fatímabænin

  10. Annar Leyndardómurinn lesinn og beðið Faðir vor

  11. 10 Maríubænir og Leyndardómurinn hugleiddur

  12. Lofgerðarbæn

  13. Fatímabænin

  14. Þriðji Leyndardómurinn lesinn og beðið Faðir vor

  15. 10 Maríubænir og Leyndardómurinn hugleiddur

  16. Lofgerðarbæn

  17. Fatímabænin

  18. Fjórði Leyndardómurinn lesinn og beðið Faðir vor

  19. 10 Maríubænir og Leyndardómurinn hugleiddur

  20. Lofgerðarbæn

  21. Fatímabænin

  22. Fimmti Leyndardómurinn lesinn og beðið Faðir vor

  23. 10 Maríubænir og Leyndardómurinn hugleiddur

  24. Lofgerðarbæn

  25. Fatímabænin

  26. Salve Regina

  27. Signingin

Lítanía af allrahelgustu hjarta Jesú / Litany of the Sacred Heart of Jesus
Drottinn, miskunna þú oss.
Kristur, miskunna þú oss.
Drottinn, miskunna þú oss.
Kristur, heyr þú oss.
Kristur, bænheyr þú oss.

Guð Faðir í himnaríki 
*miskunna þú oss.
Guð Sonur, Lausnari heimsins  *
Guð Heilagur Andi  *
Heilög þrenning, einn Guð  *
Hjarta Jesú, Sonar Föðursins eilífa  *miskunna þú oss.
Hjarta Jesú, gert í skauti meymóðurinnar af Heilögum Anda  *
Hjarta Jesú, innilega sameinað eilífu Orði Guðs  *
Hjarta Jesú, óendanlega dýrðlegt  *
Hjarta Jesú, heilagt musteri Guðs  *
Hjarta Jesú, tjaldbúð hins hæsta Guðs  *
Hjarta Jesú, Guðs hús og himinshlið  *
Hjarta Jesú, logandi arin kærleikans  *
Hjarta Jesú, hæli réttlætis og kærleika  *
Hjarta Jesú, fullt gæsku og kærleika  *

Hjarta Jesú, ómælisdjúp allra dygða  *
Hjarta Jesú, allrar lofgerðar maklegt  *
Hjarta Jesú, konungur og miðja allra hjartna  *
Hjarta Jesú, sem geymir alla fjársjóðu visku og fræða  *
Hjarta Jesú, þar sem fylling Guðdómsins býr  *
Hjarta Jesú, sem Faðirinn hefur velþóknun á  *

Hjarta Jesú, sem hefur veitt oss hlut í gnægð
þinni  *
Hjarta Jesú, þrá eilífra hæða  *
Hjarta Jesú, þolgott og miskunnarríkt  *
Hjarta Jesú, örlátt við alla, sem ákalla þig  *
Hjarta Jesú, uppspretta lífs of helgi  *
Hjarta Jesú, friðþæging synda vorra  *
Hjarta Jesú, háðungum satt  *

Hjarta Jesú, sundurkramið sakir misgerða vorra  *
Hjarta Jesú, hlýðið til dauðans  *
Hjarta Jesú, geiri gegnumstungið  *
Hjarta Jesú, lind allrar huggunar  *
Hjarta Jesú, líf vort og upprisa  *
Hjarta Jesú, friður vor og sátt  *
Hjarta Jesú, friðþægingarfórn syndugra  *
Hjarta Jesú, hjálpræði þeirra, sem treysta þér  *

Hjarta Jesú, von þeirra sem deyja í þér  *
Hjarta Jesú, unaðssemd allra heilagra  *


Guðs lamb, sem ber burt heimsins syndir, væg þú oss, Drottinn.
Guðs lamb, sem ber burt heimsins syndir, bænheyr þú oss, Drottinn.
Guðs lamb, sem ber burt heimsins syndir, miskunna þú oss, Drottinn.

Jesús, hógvær og lítillátur af hjarta, ger þú hjarta vort líkt þínu hjarta.

Almáttugi, eilífi Guð, lít þú hjarta þíns elskulega Sonar og þá vegsemd og friðþægingu, sem hann flytur þér í nafni syndugra og fyrirgef þú af gæsku þinni öllum, sem beiðast líknar þinnar í nafni Sonar þíns, Jesús Krists, sem lifir og ríkir með þér í einingu Heilags Anda, Guð um aldir alda.  Amen.


Níkeujátningin / The Nicene Creed

Ég trúi á einn Guð
Föður almáttugan, skapara himins og jarðar,
alls hins sýnilega og ósýnilega.
Og á einn Drottin Jesúm Krist,
Guðs son eingetinn
og af föðrunum fæddur fyrir allar aldir.
Guð af Guði, ljós af ljósi, sannan Guð af sönnum Guði,
getinn, ekki gjörðan, sameðlis Föðurnum;
sem hefur gjört allt.
Sem vor mannanna vegna og vegna sáluhjálpar vorrar
sté niður af himnum.
Og fyrir Heilagan Anda íklæddist holdi
af Maríu mey og gjörðist maður.
Hann var einnig krossfestur vor vegna undir valdi
Pontíusar Pílatusar, leið og var grafinn.
Og reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum.
Sté upp til himna og situr Föðurnum til hægri handar.
Og mun koma aftur í dýrð,
til þess að dæma lifendur og dauða,
og á hans ríki mun enginn endir verða.
Og á Heilagan Anda, Drottin og lífgara,
Sem útgengur frá Föðurnum og Syninum,
og er tilbeðinn og dýrkaður ásamt Föðurnum og syninum,
og hefur talað fyrir munn spámannanna;
og á eina, heilaga, kaþólska og postulega kirkju.

Ég játa eina skírn til fyrirgefningar syndanna.
Og vænti upprisu dauðra,
og lífs um ókomnar aldir.
Amen.



Memorare
Mildiríka María mey, minnst þú þess, að aldrei hefur það komið fyrir, að nokkur maður hafi árangurslaust snúið sér til þín og ákallað hjálp þína og árnaðarbænir. Til þín sný ég mér því með fullu trúnaðartrausti, móðir mín og meyjan öllum meyjum æðri; til þín kem ég, frammi fyrir þér stend ég, aumur syndari. Móðir eilífa Orðsins, fyrirlít þú ekki bæn mína, heldur veit þú mér áheyrn og bænheyr mig. Amen. Bið þú fyrir oss, heilaga Guðsmóðir. Svo að vér verðum makleg fyrirheita Krists. Amen.

Regina Caeli

Fagna þú, drottning heimsins, allelúja,
því að hann, sem þér veittist sú náð að ganga með, allelúja,
hann er upprisinn, svo sem hann sagði, allelúja.
Bið þú Guð fyrir oss, allelúja.

Fagna þú og gleðst, heilaga María mey, allelúja,
því að Drottinn er vissulega upprisinn, allelúja.

Vér skulum biðja:
Guð, af miskunn þinni hefur þú látið upprisu Sonar þíns,
Drottins vors Jesú Krists, verða heiminum til fagnaðar.
Unn oss þeirrar náðar,
að sakir milligöngu hinnar heilögu meyjar, móðir hans,
fáum vér að njóta fagnaðar eilífa lífsins.
Fyrir Krist Drottin vorn. Amen.



ANIMA CHRISTI

Sál Kristí, helga þú mig. Hold Kristí, frelsa þú mig. Blóð Kristí, örfa þú mig. Vatnið úr síðu Kristí, lauga þú mig. Písl Kristí, styrk þú mig. Góði Jesús, bænheyr þú mig. Fel þú mig í undum þínum. Lát þú ekki skilja með okkur. Vernda mig fyrir valdi óvinarins. Kalla þú mig á dauðastundinni, og lát mig koma heim til þín, svo að ég geti lofað þig og vegsamað að eilífu með öllum helgum mönnum þínum. Amen.

AÐ VEKJA VON
Guð minn, ég vonast eftir náðinni og dýrðinni af þér, sakir fyrirheita þinna, mildi þinnar og máttar. Amen.

AÐ VEKJA ÁST
Guð minn, ég elska þig af öllu hjarta, af því að þú ert fjarska góður, og fyrir sakir þín elska ég náunga minn eins og sjálfan mig. Amen.

AÐ VEKJA IÐRUN
Guð minn, það hryggir mig mjög, að ég skuli hafa brotið við þig, því að þú ert fjarska góður, og ég ætla ekki að syndga framar. Amen.

MARÍA, GETIN SYNDLAUS
María, getin syndlaus, bið þú fyrir oss, sem á náðir þínar leitum. Amen.

TIL HEILAGS ANDA
Kom þú, Heilagur Andi, og fyll hjörtu þinna trúuðu, og tendra í þeim eld kærleika þíns. Send þú Anda þinn, og allir verða endurskapaðir, og þú endurnýjar ásjónu jarðar. Vér skulum biðja. Guð, þú hefur uppfrætt hjörtu hinna trúuðu með ljósi Heilags Anda. Veit oss að njóta sannleikans í þeim sama Anda og gleðjast ávallt sakir huggunar hans. Fyrir Krist, drottin vorn. Amen.

FYRIR MÁLTÍÐ
Blessa þú oss, Drottinn, og þessar gjafir, sem vér þiggjum af mildri gæsku þinni. Fyrir Krist, drottin vorn. Amen.

EFTIR MÁLTÍÐ
Almáttugi Guð, vér þökkum þér allar velgerðir þínar. Þú sem lifir og ríkir um aldir alda. Amen.

FYRIR FRAMLIÐNUM
Drottinn, veiti þeim hina eilífu hvíld, og hið eilífa ljós lýsi þeim. Allir sálir trúaðra framliðinna hvíli í friði sakir miskunnar Guðs. Amen.

IÐRUNARBÆN
Guð minn, ég iðrast af hjarta alls þess, sem ég hef gjört rangt og harma vanrækslu mína að láta svo mörg góðverk ógerð, því með syndinni hef ég sært þig og brotið gegn þér, sem ert hið æðsta hnoss, og verðugastur þess, að vér elskum þig öllu öðru fremur. Ég ákveð því fastlega, að með hjálp náðar þinnar, skuli ég gera yfirbót, syndga eigi framar og forðast öll færi til syndar í framtíðinni. Amen.
Creative Commons License
The contents of this webpage are licensed under a Creative Commons Attribution 3.0 License.
Valid HTML 4.01 Transitional
(this is the bottom of page)